Enski boltinn

Varamarkvörður Stoke á leið til Man Utd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lee Grant
Lee Grant vísir/getty
Lee Grant er mögulega að ganga í raðir enska stórveldisins Manchester United þrátt fyrir að hafa aðeins leikið þrjá leiki fyrir Stoke á síðustu leiktíð þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd á í viðræðum við Stoke um þennan 35 ára gamla markvörð sem var fenginn til Stoke frá Derby fyrir tveimur árum til að leysa meiddan Jack Butland af.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Stoke tilbúið að hleypa Grant til Man Utd frítt.

Grant er hugsaður sem þriðji markvörður Man Utd, á eftir þeim David De Gea og Sergio Romero en Jose Mourinho er sagður vilja lána hinn efnilega Joel Pereira svo hann öðlist leikreynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×