Strigaskór við jakkaföt er trend fyrir bæði kynin

Á nýafstaðinni herratískuviku í Parísarborg mátti greina eitt gott trend sem bæði kynin hafa fallið fyrir þetta sumarið. Það er að vera í strigaskóm við jakkaföt.

Buxnadragtir og jakkaföt í björtum litum og þessi þægilegi og heitasti skófatnaður sumarsins er blanda sem allir ættu að geta prófað. Sérstaklega smellpassar þessi blanda í vinnuna í sumar – enda úrvalið af strigaskóm sjaldan verið betra og jakkar og buxur í stíl eitthvað sem allir ættu að eiga í fataskápnum.

.

.

.

.

.
.
.