Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 2-1 Fylkir | Fjölnir stal stigunum

Böðvar Sigurbjörnsson skrifar
Almar og Pablo í baráttunni.
Almar og Pablo í baráttunni. vísir/bára
Áhorfendur á Extra vellinum þurftu að bíða lengi eftir mörkum í viðureign Fjölnis og Fylkis. En þegar þau komu þá komu þau á færibandi undir lok leiksins þar sem heimamenn tryggðu sér sætan sigur úr því sem virtist vera vonlaus staða.

Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Albert Brynjar Ingason komst næst því að skora þegar hann átti skalla í slá rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik og virtist allt ætla að stefna í markalaust jafntefli þegar gestirnir úr Árbænum komust yfir á 85 mínútu leiksins þegar Albert Brynjar kom knettinum í netið.

Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp og voru fljótir að svara fyrir sig. Bergsveinn Ólafsson stangaði knöttinn glæsilega í netið við mikinn fögnuð áhorfenda sem flestir voru á bandi heimamanna.

Heimamenn voru ekki hættir því áður en yfir lauk hafi hafði Torfi Tímoteus Gunnarsson skorað annað mark Fjölnis og tryggt þeim um leið sætan og afar mikilvægan sigur við mikinn fögnuð áhorfenda sem gerðu sér ferð á Extra völlinn í kvöld.

Af hverju vann Fjölnir?

Leikmennirnir gáfust ekki upp þrátt fyrir að hafa fengið á sig mark seint í leiknum og sýndu gríðarlega mikinn karakter að snúa töpuðum leik upp í glæsilegan sigur á síðustu mínútum leiksins.

Hverjir stóðu uppúr?

Bergsveinn Ólafsson og Birnir Snær Ingason voru báðir frábærir í liði Fjölnis. Hjá Fylki var Albert Brynjar Ingason bestur. 

Hvað gekk illa?

Liðinum gekk illa að nýta þau færi sem þau fengu í leiknum framan af. 

Hvað gerist næst?

Fjölnir leggur land undir fót og leikur gegn KA á Akureyri en Fylkismenn leika á heimvelli gegn Víking. 

Ólafur Páll Snorrason var himinlifandi með úrslitin.vísir/bára
Ólafur Páll: „Frábær karakter“

Ólafur Páll Snorrason, þjálfari heimamanna var að vonum ánægður með sína menn að leik loknum.

„Við svöruðum þessu marki sem þeir settu i andlitið á okkur mjög vel og sýndum frábæran karakter að landa þessum sigri.“

Ólafur Páll var ánægður með varnaleik sinna mann í leiknum í kvöld.“

„Við spiluðum varnarleikinn mjög vel en fyrst fremst er ég ánægður með það að menn hafi ekki farið inn í skelina þegar við fengum þetta mark á okkur, heldur risið almennilega upp og svarað þessu með tveimur öflugum mörkum.“

Hann sagði sigurinn gera mikið fyrir liðið upp á framhaldið.

„Já við förum glaðir á koddann í kvöld en svo er það bara næsti leikur þannig að við getum ekki hugsað of lengi um þetta. Þetta eru fyrst og fremst þrjú stig sem við þurftum að fá hérna á heimavelli og það er mjög jákvætt að það hafi náðst,“ sagði Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis að lokum. 

Bergsveinn Ólafsson var á skotskónum í kvöld.vísir/anton brink
Bergsveinn: „Þetta var fyrir ömmu“ 

Sigurinn í kvöld og markið glæsilega sem Bergsveinn Ólafsson skoraði í kvöld hafði sérstaka þýðingu fyrir leikmanninn. 

„Þetta var sérstakt mark fyrir mig því hún amma mín lést í gær og mig langar að tileinka henni þetta mark. Hún tók alltaf úrklippur úr blöðunum um mig og fylgdist vel með mér, þetta var því fyrir hana ömmu þetta mark,“ sagði Bergsveinn Ólafsson leikmaður Fjölnis að leik loknum. 

Helgi Sig: Algjörlega ófyrirgefanlegt

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkismanna, var að vonum svekktur með úrslitin. 

„Það er ömurlegt að spila vel í 85 mínútur og ná markinu loksins þegar 5 mínútur eru eftir en slökkva síðan algjörlega á sér síðustu mínúturnar er algjörlega ófyrirgefanlegt en ég tek samt ekkert af strákunum, þeir stóðu sig vel í 85 mínútur en við þurfum að klára allar 90 mínúturnar.“

„Einbeitingarleysi hlýtur að vera einhver hluti af því. Tökum samt ekkert af Fjölni þeir ætluðu að jafna strax og þegar maður er búinn að vera lengi í þessum bransa þá veit maður að fyrstu mínúturnar eftir að maður skorar eru hættulegar því þá eru menn í ævintýralandinu og kannski vorum við of lengi þar og því er þetta niðurstaðan,“ sagði Helgi.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira