Fótbolti

Höfuðmeiðslin ekki að angra Giroud

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sjúkrateymi Frakka hugar að Giroud í gær.
Sjúkrateymi Frakka hugar að Giroud í gær. vísir/getty
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar með að framherjinn Oliver Giorud verði klár í slaginn fyrir fyrsta leik gegn Áströlum á HM.

Giroud meiduist í vináttulandsleik gegn Bandaríkjum í gær er Frakkar gerðu 1-1 jafntefli. Giroud lenti í samstuði við Matt Miazga og mikið blóð var á andliti Giroud eftir atvikið.

Sjúkrateymi Frakka tók sér fimm mínútur á vellinum í að vefja Giroud í bak og fyrir áður en honum var skipt af velli fyrir Ousmane Dembele.

„Giroud er með fallegan sex sentímetra skurð en hann ætti að vera klár,” sagði Deschamps við FT1 sjónvarpsstöðina í gær.

Frakkar spila gegn Áströlum á laugardaginn áður en einnig í riðlinum eru Perú og Danmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×