Innlent

Mynda meirihluta í Húnavatnshreppi

Birgir Olgeirsson skrifar
Oddvitar A-listans og N-listans.
Oddvitar A-listans og N-listans.
A-listi og N- listi hafa komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Húnavatnshreppi fyrir komandi kjörtímabil. Samningurinn var undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Einari Kristjáni Jónssyni, sveitarstjóra.

Jón Gíslason, oddviti A-lista, verður oddviti sveitarstjórnar og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista, verður varaoddviti. Listarnir sammæltust um að endurráða Einar Kristján Jónsson sem sveitarstjóra Húnavatnshrepps.

Þeir sem skipa listana tvo telja að Húnavatnshreppur sé einstakt sveitarfélag með sterkar grunnstoðir. Að þeirra mati eru þar góðir skólar og lífleg menning sem samanstendur af fjölbreyttum félagasamtökum og grasrótar-hreyfingum. Segja þeir blómlegar sveitir í hreppnum og er vilji til að auka fjölbreytni atvinnulífsins til að fjölga atvinnutækifærum og laða að fleiri íbúa. Verður lögð áherslu á jafnræði allra íbúa, ábyrgð og gegnsæja stjórnsýslu. Fulltrúarnir segjast ætla að leggja áherslu virkt aðhald í daglegum rekstri sveitarfélagsins en vísa að öðru leyti í málefnasamning listanna sem verður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Gildi sem höfð verða að leiðarljósi eru ábyrgð, virðing og samvinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×