Innlent

Rann­saka grun um kyn­ferðis­brot gegn ung­lings­stúlku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stúlkan fór af heimili sínu á Suðurlandi í síðustu viku með manninum, sem á vef lögreglunnar er sagður félagi hennar.
Stúlkan fór af heimili sínu á Suðurlandi í síðustu viku með manninum, sem á vef lögreglunnar er sagður félagi hennar. Vísir/Eyþór
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvort að maður um tvítugt hafi brotið kynferðislega gegn unglingsstúlku í liðinni viku.

Stúlkan fór af heimili sínu á Suðurlandi í síðustu viku með manninum, sem á vef lögreglunnar er sagður félagi hennar.

Þar segir að grunur leiki á að maðurinn hafi broti kynferðislega gegn stúlkunni „en kynferðismök við börn yngri en 15 ára eru refsiverð sem og sú athöfn að koma barni, sem er ósjálfráða fyrir æsku sakir, undan valdi eða umsjá foreldra eða forráðamanna,“ segir á vef lögreglunnar.

Þá segir jafnframt að nýtilkomnar eftirlitsmyndavélar sem skrá skráningarnúmer ökutækja sem aka framhjá þeim hafi flýtt mjög fyrir því að hægt væri að staðsetja hvar stúlkuna er að finna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×