Körfubolti

Tryggvi verður í nýliðavalinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður.
Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður. vísir/getty

Nafn Tryggva Snæs Hlinasonar verður í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta í næstu viku. Sérfræðingurinn Jonathan Givony hjá Draft Express staðfestir þetta á Twitter í dag.

Fresturinn til þess að draga nafn sitt úr nýliðavalinu rennur út í dag. Samkvæmt Givony hefur Tryggvi ekki dregið nafn sitt til baka og hugsar sér ekki að gera það.

Givony telur líklegt að Tryggvi verði valinn í annari umferð valsins.

Eini Íslendingurinn sem leikið hefur í NBA deildinni, Pétur Guðmundsson, var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981 af Portland Trail Blazers. Jón Arnór Stefánsson fór ekki í gegnum nýliðavalið þegar hann samdi við Dallas Mavericks árið 2003 en hann lék ekki deildarleik með liðinu.

Tryggvi er á mála hjá spænska liðinu Valencia þar sem hann hefur fáar mínútur fengið hjá aðalliðinu en meðaltal hans í spænsku deildinni var í kringum fimm mínútur í leik. „Þrátt fyrir að tölfræði hans sé ekki glansandi þá hefur hann sannað að hann getur þjónustað lið sitt í tveimur bestu deildum Evrópu,“ sagði í umfjöllun um Tryggva á bandarísku körfuboltaáhugamannasíðunni Sir Charles in Charge.NBA

Tengdar fréttir

Tryggvi og félagar úr leik

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Valencia eru úr leik í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir tap gegn Herbalife Gran Canaria í oddaleik í 8-liða úrslitum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.