Körfubolti

Tryggvi verður í nýliðavalinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður.
Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður. vísir/getty
Nafn Tryggva Snæs Hlinasonar verður í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta í næstu viku. Sérfræðingurinn Jonathan Givony hjá Draft Express staðfestir þetta á Twitter í dag.

Fresturinn til þess að draga nafn sitt úr nýliðavalinu rennur út í dag. Samkvæmt Givony hefur Tryggvi ekki dregið nafn sitt til baka og hugsar sér ekki að gera það.

Givony telur líklegt að Tryggvi verði valinn í annari umferð valsins.

Eini Íslendingurinn sem leikið hefur í NBA deildinni, Pétur Guðmundsson, var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981 af Portland Trail Blazers. Jón Arnór Stefánsson fór ekki í gegnum nýliðavalið þegar hann samdi við Dallas Mavericks árið 2003 en hann lék ekki deildarleik með liðinu.

Tryggvi er á mála hjá spænska liðinu Valencia þar sem hann hefur fáar mínútur fengið hjá aðalliðinu en meðaltal hans í spænsku deildinni var í kringum fimm mínútur í leik. „Þrátt fyrir að tölfræði hans sé ekki glansandi þá hefur hann sannað að hann getur þjónustað lið sitt í tveimur bestu deildum Evrópu,“ sagði í umfjöllun um Tryggva á bandarísku körfuboltaáhugamannasíðunni Sir Charles in Charge.





NBA

Tengdar fréttir

Tryggvi og félagar úr leik

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Valencia eru úr leik í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir tap gegn Herbalife Gran Canaria í oddaleik í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×