Innlent

Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í fyrra var 51 einstaklingi veittur ríkisborgararéttur.
Í fyrra var 51 einstaklingi veittur ríkisborgararéttur. Vísir/vilhelm
Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. Á meðal hinna 69 er Evelyn Glory Joseph en árið 2013 var röngum upplýsingum um hana og hælisleitandann Tony Omos lekið í fjölmiðla.

Sjá einnig: Gísli Freyr greiðir Evelyn bætur

Alls bárust allsherjarnefnd 147 umsóknir um ríkisborgararétt og eins og áður sagði voru 69 samþykktar. Hinir nýju borgarar koma víðsvegar að úr heiminum, m.a. frá Kósóvó, Póllandi, Írak, Sýrlandi, Palestínu, Bandaríkjunum, Sviss og Kenía. Þá eru ríkisborgararnir á öllum aldri, sá yngsti er fæddur 2006 í Kenía og sá elsti árið 1947 í Bandaríkjunum.

Hér má nálgast lista yfir þá 69 sem allsherjarnefnd leggur til að öðlist ríkisborgararétt. Í fyrra var 51 einstaklingi veittur ríkisborgararéttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×