Innlent

Stjórinn settur af eftir úttekt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Margar af fegurustu náttúruperlum landsins má finna í Vatnajökulsþjóðgarði.
Margar af fegurustu náttúruperlum landsins má finna í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísir/VIlhelm
Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir.

Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á starfsemi þjóðgarðsins sem Capacent vann að beiðni umhverfis- og auðlindaráðherra. Úttektin var gerð í kjölfar fregna um efnið en mikil óeining hafði verið milli stjórnar og framkvæmdastjóra þjóðgarðsins.

Úttektin leiddi einnig í ljós að á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 hafa umtalsverð frávik verið frá samþykktri rekstraráætlun. Framúrkeyrslan nemur 23 milljónum króna. Stærsti hluti þess er vegna þess að laun urðu hærri en gert var ráð fyrir. Þá munar einnig um leigu á jörðinni Þverá en ekki var gert ráð fyrir leigunni í rekstraráætlun. Leigan nam 17,3 milljónum króna og voru engar ráðstafanir gerðar til að fjármagna samninginn.

Magnús Guðmundsson hefur verið settur tímabundið sem framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999. Ráðherra og Þórður H. Ólafsson, fráfarandi framkvæmdastjóri þjóðgarðsins, komust að samkomulagi um að sá síðarnefndi léti af störfum vegna þessa.




Tengdar fréttir

Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt

Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×