Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir samkomulag forseta Bandaríkjanna og Norður Kóreu um kjarnorkuvopnamál sem sérfræðingar telja rýrt af innihaldi og að Trump forseti hafi gefið mikið eftir fyrir lítið, þótt forsetinn sé sjálfur hæstánægður. Í kvöldfréttum förum við yfir fund forsetanna og þau viðbrögð sem niðurstaða leiðtogafundarins hefur fengið.

Við greinum einnig frá innihaldi málefnasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík sem stefna að því að einfalda stjórnkerfi borgarinnar. Þá er óljóst hvenær Alþingi fer í sumarleyfi meðal annars vegna frávísunartillögu stjórnarflokkanna á frumvarp Miðflokksins um vexti og verðtryggingu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×