Fótbolti

Markvörður Argentínu: Verðum að nota öll möguleg sóknarafbrigði gegn Íslandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Willy Caballero, markvörður Argentínu, segir að erfitt verkefni bíði Argentínu er þeir mæta Íslendingum í Moskvu á laugardaginn.

Líkur eru á því að Willy verði í markinu enda meiddist Sergio Romero, aðalmarkvörður Argentínu, fyrir mót og þurfti að fara í litla aðgerð.

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, hafði lítinn húmor fyrir því og henti Romoro úr hópnum. Því eru líkur á því að Willy standi í rammanum á laugardaginn.

„Þetta verður örugglega mjög erfiður leikur því þeir verjast mjög vel,” sagði Willy á blaðamannafundi í dag. „Þeir eru með þétta vörn og tvær mjög þéttar línur saman.”

„Það verður mjög erfitt að sækja gegn þeim. Við verðum að nota öll möguleg sóknarafbrigði því í undankeppninni fengu þeir ekki á sig mörg mörk. Þeir verjast mjög vel og í síðustu keppni spiluðu þeir mjög vel.”

„Við sjáum að hann er mjög einbeittur þegar hann vinnur með liðinu. Hann sýnir gott fordæmi sem besti maðurinn, sem hann er. Ég er stoltur af því að geta deilt þessari reynslu með honum,” sagði annar markvörður Argentínu, Nahuel Guzman.

Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×