Fótbolti

Jón Daði spældur fyrir hönd Viðars Arnar

Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar
Viðar Örn Kjartansson í æfingaleik með íslenska landsliðinu.
Viðar Örn Kjartansson í æfingaleik með íslenska landsliðinu. Vísir/Sigurjón
Sumir eru betri vinir en aðrir í íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Uppeldisbræðurnir og Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarson og Viðar Örn Kjartansson eru bestu vinir. Þeir spila meira að segja sömu stöðu. En það er ekki pláss fyrir þá báða í HM hópi Íslands.

„Auðvitað var maður spældur fyrir hans hönd,“ segir Jón Daði sem heimsótti vin sinn til Ísrael á dögunum þar sem Viðar Örn hefur gert fátt annað en að raða inn mörkunum. 

Jón Daði segir vin sinn þó auðvitað mest spældan.

„Það er ekki bara hann heldur fleiri strákar sem voru að missa af þessu tækifæri,“ segir Jón Daði. Viðar Örn hafi tekið vonbrigðunum eins og hverju öðru hundsbiti.

„Hann tók þessu bara eins og prýðismaður og er tilbúinn ef eitthvað gerist,“ segir Jón Daði. Hann minnir á að Viðar Örn er á biðlista „og er tilbúinn sama hvað gerist.“

Annars segist Jón Daði verða að hugsa um sjálfan sig líka og þakka fyrir tækifærið að fá að vera hérna.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×