Fótbolti

Aron Einar: Við höfum engu að tapa

Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar
Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn.
Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn. vísri/getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir strákana okkar fara pressulausa inn í leikinn á móti Argentínu í dag en okkar menn hefja leik á HM klukkan 16.00 að staðartíma.

Mótherji dagsins er Argentína sem er eitt af bestu liðum heims og hefur tvívegis orðið heimsmeistari. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði eftir framlengdan leik á móti Þýskalandi.

Íslenska liðið er í fyrsta sinn á HM og búast ekki margir við miklu frá okkar mönnum þrátt fyrir að þeir séu komnir svona langt. Það er eitthvað sem að hjálpar Íslandi.

„Það sem vinnur með okkur er, að það er ekki mikil pressa á okkur. Við höfum engu að tapa þannig að okkur líður vel. Okkur líður vel og við erum jákvæðir fyrir leikinn,“ segir Aron Einar.

Okkar menn fóru frábærlega af stað á EM fyrir tveimur árum þegar að þeir gerðu jafntefli við Portúgal en sú byrjun keyrði bylgju af stað sem stoppaði ekki fyrr en í átta liða úrslitum.

„Við getum nýtt reynsluna frá EM 2016 og hvernig við byrjuðum það mót. Við byrjuðum af krafti og ætlum að gera það sama núna,“ segir Aron Einar.

„Andtæðingurinn er sterkur en við erum búnir að fara vel yfir hann. Þjálfararnir hafa gert vel að því leyti hvernig við skoðum andstæðinginn. Okkur líður eins og við séum tilbúnir í leikinn en hann verður virkilega erfiður,“ segir Aron Einar Gunnarsson.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM

HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×