Fótbolti

Mourinho: Hann vissi hvað hann þurfti að gera

Dagur Lárusson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur farið fögrum orðum um landa sinn Ronaldo eftir spilamennsku hans í leiknum gegn Spánverjum í gærkvöldi.

Ronaldo lék á alls oddi og skoraði hvorki meira né minna en þrjú mörk gegn öflugu liði Spánverja en Mourinho segir að landi hans hafi vitað nákvæmlega hvað hann átti að gera.

„Hann vissi hvað hann þurfti að gera, og það er það sem ég dáist að hjá honum og hjá frábærum leikmönnum.“

„Það eru til leikmenn fyrir suma leiki, leikmenn fyrir alla leiki og síðan leikmenn fyrir sérstöku leikina, og þeir sem eru fyrir sérstöku leikina eru bestir.“

„Upp á síðkastið hafa aukaspyrnur hans ekki verið góðar, ekki eins góðar og þær voru á sínum tíma hjá United og Real Madrid.“

„En þessi aukaspyrna var sérstök, og á svo gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Svona aukaspyrna getur haft jákvæð áhrif á sjálfstraustið og mun án efa gefa liðinu aukna trú í næstu tveimur leikjum í riðlinum og fólkinu heima.“

Mourinho talaði einnig um mistökin hjá David de Gea.

„Hann er strákurinn minn. Hann veit að hann gerði mistök, hann veit það vel. En svona lagað gerist einnig fyrir þá allra bestu, en það mikilvægasta er að hann mun vera mættur aftur í næsta leik óhræddur.“

Eftir leiki gærdagsins situr Íran í efsta sæti B-riðils eftir sigur sinn á Marakkó á meðan Spánn og Portúgal deila með sér 2. og 3. sætinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×