Fótbolti

Hannes sá fyrsti til að verja víti frá Messi á stórmóti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands fagnar í leiknum i dag.
Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands fagnar í leiknum i dag. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varð í dag fyrsti markvörðurinn sem nær að verja víti frá Argentínumanninum Lionel Messi á stórmóti.

Hannes varði víti Messi þegar Argentínumaðurinn gat komið Argentínumönnum yfir í 2-1 í leik Íslands og Argentínu á HM i Rússlandi.

Lionel Messi hafði fyrir þessa spyrnu aldrei klikkað á vítaspyrnu á stórmótum. Hann hefur aftur á móti aðeins nýtt 5 af 10 síðustu vítaspyrnum sínum með argentínska landsliðinu.





Hannes hefur alls staðið í marki í þremur vítaspyrnum á stórmótum en mótherjarnir hafa aðeins skorað úr einni þeirra. Það mark skoraði Wayne Rooney í 16 liða úrslitunum á EM.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×