Innlent

Katrín reyndist sannspá og Sigmund Davíð dreymdi úrslitin

Andri Eysteinsson skrifar
Spá Katrínar Jakobsdóttur rættist þegar Ísland gerði jafntefli við Argentínu á HM.
Spá Katrínar Jakobsdóttur rættist þegar Ísland gerði jafntefli við Argentínu á HM. Vísir/ERNIR
Knattspyrnunni er mikið hægt að velta fyrir sér og það gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í hádegisfréttum RÚV í dag.

Katrín spáði þar rétt fyrir um úrslit í landsleik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. 

„Ég spái bara því að Ísland verði okkur til sóma og ég veit að þeir verða okkur til sóma. Og ég ætla að spá jafntefli, eitt eitt jafntefli,“ sagði forsætisráðherrann sem reyndist verða úrslit leiksins.

Katrín var ekki eini stjórnmálamaðurinn sem spáði rétt fyrir um leikinn.

Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist á Facebook síðu sinni hafa dreymt úrslitin fyrir en hafði ekki þorað að trúa því.

Einnig hét hann því að afhenda Hannesi Þór Halldórssyni, markverði og hetju íslenska landsliðsins, fálkaorðuna sína ef karlalandsliðið í knattspyrnu hlýtur ekki fálkaorðu við næstu úthlutun.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×