Innlent

Tvö útköll vegna vatnsleka á sama tíma

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Betur fór en á horfðist í báðum tilvikum, að sögn varðstjóra.
Betur fór en á horfðist í báðum tilvikum, að sögn varðstjóra. Vísir/Vilhelm
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur útköllum vegna vatnsleka snemma í kvöld en útköllin bárust nánast á sama tíma.

Í báðum tilvikum var um að ræða minniháttar leka en annar þeirra kom upp við framkvæmdir í Skeifunni. Iðnaðarmenn á staðnum tóku yfir viðgerðir vegna lekans og þurfti slökkvilið lítið að aðhafast þegar á vettvang var komið, að sögn varðstjóra.

Hinn lekinn varð í íbúðarhúsnæði í Lækjahverfinu í Laugardalnum en þar tók að leka úr lofti á efri hæð.

Betur fór en á horfðist í báðum tilvikum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, og voru skemmdir vegna lekanna í lágmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×