Innlent

Sparkaði og barði í veggi lögreglustöðvarinnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki var mikil lerill hjá lögreglu í nótt.
Ekki var mikil lerill hjá lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm
Karlmaður var handtekinn í nótt fyrir utan lögreglustöðina í Hafnarfirði þar sem hann bæði barði og sparkaði í glugga stöðvarinnar.

Maðurinn reyndist ölvaður en þegar hann neitaði af láta af hegðun sinni var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Svo virðist sem að skemmtanahald hafi vel fram í höfuðborginni í nótt en ekki var mikill erill hjá lögreglu. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengs, þar af einn í Hafnarfirði sem aldrei hafði tekið bílpróf.

Einn var handtekinn í gærkvöldi í austurborginni grunaður um vörslu fíkniefna og í nótt var annar handtekinn við Hlemm í miðborginni en hann er grunaður um eignaspjöll. Verður hann vistaður í fangaklefa þangað til hann verður viðræðuhæfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×