Lífið

„Þess vegna er Ísland eitt dýrasta land í heimi fyrir ferðamenn“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
6,7 milljónir fylgja Nas Daily á Facebook.
6,7 milljónir fylgja Nas Daily á Facebook. Skjáskot/Facebook
Nuseir Yassin ferðaðist til Íslands á dögunum og í nýjasta myndbandinu hans tekur hann fyrir hátt verðlag hér á landi. Samfélagsmiðlastjarnan birtir stutt og hnitmiðuð myndbönd á Youtube undir nafninu Nas Daily.

Í þessu myndbandi hittir hann systur sína á Íslandi í 20 klukkustundir, en Naya var aðeins með aðeins 300 dali, eða í kringum 32.000 krónur, á bankareikningnum. Þau voru komust að því að það væri einfaldlega ekki nóg.

„Hún komst að því að Ísland myndi gera hana blanka.“

Fimm dalir fyrir íslenskt loft

Nas útskýrir að rútuferð um borgina kosti 40 dali, hádegismatur 40 dali, ferð í Bláa lónið 100 dali og matvörur séu mjög dýrar. Fötin hafi líka verið of dýr til þess að Naya hafi getað verslað þau.

„Þess vegna er Ísland eitt dýrasta land í heimi fyrir ferðamenn,“ segir Nas í myndbandinu. Hann segir einnig að systir sín hafi borgað fimm dali fyrir minjagrip áður en hún yfirgaf landið, fimm dali fyrir íslenskt loft í dós.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Nas hefur nú þegar birt jákvæð myndbönd um Ísland eftir ferðina eins og um friðinn hérna og grænmeti en líka kvartað yfir kuldanum og of björtum sumarnóttum

Vinsælasta myndbandið hans tengt Íslandi var samt um sambandsslit Jónu Dóru Hólmarsdóttur og Gunnars Geirs Gunnlaugssonar en hátt í þrjár milljónir hafa horft á það á Facebook þegar þetta er skrifað.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×