Fótbolti

Rúnar Alex genginn til liðs við Dijon

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandi
Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandi vísri/vilhelm
Íslenski landsliðsmarkmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson mun leika með franska liðinu Dijon á næsta tímabili. Hann kemur til liðsins frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland.

Rúnar Alex átti frábært tímabil með Nordsjælland, sem var í toppbaráttu í dönsku deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við franska liðið.

Dijon leikur í efstu deild í Frakklandi og endaði í 11. sæti á nýliðnu tímabili.

Rúnar á 3 A-landsleiki að baki fyrir Ísland og er hann einn þriggja markvarða í hópnum sem er á HM í Rússlandi.



 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×