Innlent

Allt að 20 stiga hiti á austanverðu landinu í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hitaspá fyrir klukkan 12:00 í dag.
Hitaspá fyrir klukkan 12:00 í dag. Skjáskot/veðurstofa

Í dag er útlit fyrir allhvassa vestanátt á landinu, einkum norðvestantil, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Léttskýjað og hlýtt á austanverðu landinu, allt að 20 stiga hiti þar en mun svalara í skýjuðu veðri og jafnvel súld vestantil.

Á morgun, Sjómannadag, dregur hratt úr vindi og léttir jafnvel til sunnanlands, en áfram er útlit fyrir súld og svalt veður norðvestantil.  Fyrrihluta vikunnar er svo útlit fyrir bjartviðri og hlýindi víða á landinu, en meiri óvissa er með seinni hluta vikunnar undir næstu helgi.

Veðurhorfur á landinu í dag

Suðvestan 8-15 m/s, en heldur hægari SV-lands. Hvassara til fjalla NV-til í kvöld og nótt. Skýjað um landið V-vert með dálítilli vætu og 5 til 12 stiga hita, en léttskýjað A-til og hiti allt að 20 stigum.

Dregur úr vindi í fyrramálið, léttir smám saman til sunnan heiða og hlýnar þar, en áfram lítilsháttar súld NV-til.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og hiti 10 til 18 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæg suðlæg átt og skýjað með köflum S-lands, en að mestu bjart fyrir norðan. Hlýnar heldur.

Á fimmtudag:
Hæg suðlæg átt. Bjartviðri og hlýindi á austanverðu landinu en skýjað og svalara um landið sunnan og vestanvert.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og lítilsháttar vætu S- og V-lands, en bjart NA-til. Kólnar lítillega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.