Innlent

Eldhúsdagur á Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svo oft sem áður fara eldhúsdagsumræðurnar fram í Alþingishúsinu við Austurvöll.
Svo oft sem áður fara eldhúsdagsumræðurnar fram í Alþingishúsinu við Austurvöll.
Almennar stjórnmálaumræður, eða eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálfátta í kvöld og verða venju samkvæmt sendar út í útvarpi og í sjónvarpi.

Samkvæmt dagskrá Alþingis er síðan gert ráð fyrir að síðasti þingfundur fyrir sumarið verði á fimmtudaginn. Þeir þingmenn, sem Fréttablaðið hefur rætt við, telja þó ólíklegt að sú starfsáætlun haldist óbreytt. Það er ekki síst vegna frumvarps atvinnuveganefndar um lækkun veiðileyfagjalda sem lagt hefur verið fram.

Í sumar, eða nánar tiltekið 18. júlí, ætlar Alþingi síðan að koma saman á hátíðarfundi á Þingvöllum í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands, sem er 1. desember. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×