Enski boltinn

Guardiola fær tveggja leikja bann í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola með Englandsmeistarabikarinn.
Pep Guardiola með Englandsmeistarabikarinn. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann af UEFA vegna hegðunnar sinnar í leik á móti Liverpool í vetur.

Guardiola má ekki stjórna liði Manchester City liðinu í fyrsta Meistaradeildarleik liðsins 2018-19 en er síðan á skilorði hvað varðar hinn leikinn í þessu banni.

Hinn 47 ára gamli Pep Guardiola var rekinn upp í stúku í hálfleik í seinni leik Manchester City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.





Guardiola var mjög ósáttur þegar mark var dæmt af Manchester City en sjónvarpsmyndir sýndu að dómurinn var rangur.

Tapið á móti Liverpool var mikið áfall fyrir Guardiola og lið hans en liðið var þá með yfirburðarstöðu í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool fór síðan alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði 3-1 á móti Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×