Enski boltinn

Karius fékk heilahristing áður en hann gerði mistökin skelfilegu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karius hendir boltanum í Benzema og inn.
Karius hendir boltanum í Benzema og inn. vísir/afp
Markvörður Liverpool, Loris Karius, fékk heilahristing í úrslitaleiknum gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þetta staðfesta læknar í Bandaríkjunum.

Karius gerði sig sekan um tvö skelfileg mistök í leiknum og nánast færði Real tvö mörk á silfurfati en Liverpool tapaði leiknum að lokum, 3-1.

Karius fór í myndatöku á spítalanum í Massachusetts þar sem hann er í fríi og þar kom í ljós að markvörðurinn hlaut heilahristing í leiknum.

Þýski markvörðurinn lenti í samstuði við Sergio Ramos snemma í síðari hálfeiknum. Skömmu síðar færði hann svo Real gjöf á silfurfati er hann kastaði boltanum í Karin Benzema og inn fór hann.

Skot Gareth Bale síðar í leiknum virtist einnig beint á Karius en hann missti boltann inn og gerði þar með út um leikinn. Læknateymi Liverpool var áhyggjufullt um að Karius hafði fengið heilahristing og það var raunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×