Enski boltinn

Toure: Pep var andstyggilegur við mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Yaya og Pep eru engir vinir.
Yaya og Pep eru engir vinir. vísir/getty
Fyrrum miðjumaður Man. City, Yaya Toure, segir að stjóri City, Pep Guardiola, komi ekki eins fram við afríska leikmenn og aðra í hans liði.

Toure var að yfirgefa herbúðir City eftir átta ár hjá félaginu. Hann segir einnig að Guardiola sé öfundssjúkur.

„Kannski fáum við Afríkubúarnir ekki alltaf sömu meðferð hjá Pep og hinir,“ segir Toure í viðtali við France Football.

Hann þekkir Guardiola vel eftir að hafa leikið undir hans stjórn í tvö ár hjá Barcelona og svo hjá City. Samband þeirra var þó ansi oft stirt og Toure var aðeins í liðinu í lokaleiknum á síðasta tímabili.

„Ég veit ekki af hverju en ég hafði á tilfinningunni að hann væri öfundssjúkur út í mig. Hann lét eins og ég væri andstæðingur hans. Eins og ég væri að varpa einhverjum skugga á hann. Hann var andstyggilegur við mig. Ég hugsaði stundum hvort það hefði eitthvað með húðlit minn að gera,“ segir Toure sár og svekktur.

„Ég er ekki sá fyrsti til þess að velta þessu upp. Hjá Barcelona voru menn lika að hugsa það sama. Er við sjáum hann lenda í vandræðum með Afríkubúa hvar sem hann kemur þá fer maður að spyrja sig ýmissa spurninga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×