Lífið

Sjáðu koddaslagina ógurlegu við Reykjavíkurhöfn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekkert gefið eftir í koddaslag úti á miðjum planka.
Ekkert gefið eftir í koddaslag úti á miðjum planka.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land á sunnudaginn og háðu konur harðan koddalag úti á planka í Reykjavík.

Koddaslagurinn frægi við höfnina í Reykjavík var endurvakinn í fyrra

Sex stólpakvenmenn öttu kappi á plankanum við Vesturbugt á Sjómannadaginn um helgina. Keppnin hófst klukkan þrjú og var Sunna Sæmundsdóttir, fréttakona á Stöð 2, og myndatökumaðurinn Einar Árnason á svæðinu og fönguðu þau stemninguna.



Það var hún Dóra Haralds sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni sem sundfatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp stóð fyrir annað árið í röð.

Hér að neðan má sjá myndband frá sunnudeginum og meðal annars úrslitin sjálf. Einnig er rætt við Dóru Haralds.

Hér að neðan má sjá skemmtilega mynd sem Þórunn Antonía birti á Instagram-síðu sinni en hún tók þátt í keppninni:

My epic fall into the ocean

A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia) on


Tengdar fréttir

Stelpur „slógust“ á Sjómannadeginum

Sjómannadagur var haldinn hátíðlegur víða um land í dag og var sjómanna minnst við minnismerki þeirra í Reykjavík og í Bolungarvík. Á Akureyri var boðið í skemmtisiglingu í eikarbátnum Húna tvö og stelpur háðu harðan koddaslag á planka úti á Granda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×