Innlent

Kristrún og Inga lögðu þjóðskrá Svíþjóðar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kristrún ásamt fjölskyldu sinni.
Kristrún ásamt fjölskyldu sinni. KRISTRÚN STEFÁNSDÓTTIR
Eftir um tveggja ára baráttu við sænsk yfirvöld fær Kristrún Stefánsdóttir að skrá sig sem foreldri dóttur sinnar og Ingu Óskar Pétursdóttir í Svíþjóð.

Aðeins Inga var skráð foreldri barnsins þegar fjölskyldan flutti saman til Svíþjóðar árið 2016. Í samtali við Vísi um málið í fyrra sagði Kristrún að það væri vegna þess að Inga hafi gengið með barnið, sem fæddist árið 2012 eftir að þær höfðu leitað til Art Medica - „en af því ég gekk ekki með hana þá er ég ekki skráð foreldri hennar í Svíþjóð,“ sagði Kristrún á sínum tíma.

Sjá einnig: Flutti til Svíþjóðar og var ekki lengur móðir dóttur sinnar

Skráningin hafði mikil áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, ekki síst vegna þessa að Kristrún gat ekki skrifað undir neinar umsóknir fyrir hönd dóttur þeirra, konan hennar þurfi að vera skráð fyrir öllu slíku.

Mál þeirra hefur vakið töluverða athygli í Svíþjóð síðustu misseri og hefur fjölskyldan meðal annars fengið stuðning frá RFSL, samtökum hinsegin fólks í Svíþjóð. Morgunblaðið greinir svo frá því í morgun að Kristrún og Inga hafi sigrað sænsk yfirvöld á tveimur dómsstigum.

Lögfræðingur frá RFSL, sem veitti hjónum lagalega aðstoð, telur að mál þeirra kunni að vera fordæmisgefandi fyrir aðrar fjölskyldur á Norðurlöndum.

Nánar má fræðast um baráttu þeirra Kristrúnar og Ingu í viðtali þeirra við Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×