Lífið

Er Nokia 3310 skotheldur í rauninni?

Samúel Karl Ólason skrifar
Sarkissian mundar byssuna.
Sarkissian mundar byssuna.
Edwin Sarkissian er einn af mörgum Bandaríkjamönnum sem birtir myndbönd af sér á Youtube þar sem hann er að skjóta hina ýmsu hluti. Áhorfendur hans skoruðu nýverið á hann að skjóta gamlan Nokia 3310 síma eftir að annar Youtube-ari birti birti myndband þar sem hann hélt því fram að svo 3310 væru í rauninni skotheldir.

Sarkissian tók því málið til skoðunar.

Niðurstaðan er frekar augljós og þrátt fyrir að Sarkissian notar tiltölulega kraftlitla kúlu fer hún í gegnum símann. Í lok upprunalega myndbandsins þar sem 3310 er skotheldur kemur fram að myndbandið er falsað. Það horfir þó enginn á Youtube-myndbönd til enda.

Það er þó alltaf gaman að horfa á fólk skjóta í hluti.

Hér að neðan má sjá myndband Sarkissian og upprunalega myndbandið. Neðst má sjá auka myndband þar sem Sarkissian kannar hve margar MacBook fartölvur þarf til að stöðva 50 kalibera kúlu.


Tengdar fréttir

Eru hraðbankar skotheldir?

Edwin Sarkissian er einn af mörgum Bandaríkjamönnum sem birtir myndbönd af sér á Youtube þar sem hann er að skjóta hina ýmsu hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×