Körfubolti

Golden State sópaði Cleveland og vann þriðja titilinn á fjórum árum

Einar Sigurvinsson skrifar
Kevin Durant var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna.
Kevin Durant var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. getty
Golden State Warriors eru NBA-meistarar annað árið í röð eftir fjórða sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í jafn mörgum leikjum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta.

Leikurinn í nótt fór fram í Cleveland og lauk með öruggum 23 stiga sigri Golden State, 108-85.

Warriors byrjuðu leikinn betur og voru níu sigum yfir í hálfleik. Þeir héldu síðan uppteknum hætti og að lokum þriðja leikhluta var forskot Golden State komið í 21 stig. Von Cleveland um að verða fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar til að koma til baka eftir að lenda 3-0 undir í lokaúrslitunum var því aldrei mikil.

Stephen Curry var frábær fyrir lið Golden State og skoraði 37 stig. Kevin Durant var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 20 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Í leikslok var Durant verðlaunaður sem mikilvægasti leikmaður lokaúrslistinna, en hann fer þar með í hóp 11 leikmanna sem hafa unnið verðlaunin tvisvar á ferlinum.

LeBron James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 23 stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Eftir leikinn sagði LeBron að hann hafi spilað síðustu þrjá leiki lokaúrslitanna handarbrotinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×