Innlent

Átta þúsund manns tóku þátt í Color Run

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Líf og gleði var í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar hið árlega Color Run fór fram. Átta þúsund keppendur sóttu viðburðinn sem einkenndist af litríkum púðursprengjum. Þetta er í fimmta skipti sem hlaupið er haldið á Íslandi, en fyrsta hlaupið var haldið árið 2015. Color Run hefur farið sigurför um heiminn, en um er að ræða einstakan fjölskylduviðburð þar sem ekki er keppt í hraða heldur gleði.

„Hlaupið er í gegnum fjögur litahlið á leiðinni, sem staðsett eru á kílómeters fresti, þar sem úðað er yfir fólk litapúðri,“ segir Ragnar Már Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Color Run á Íslandi.

Þá segir hann undirbúninginn töluverðan. En þrír til fjórir starfsmenn vinna að undirbúningi hlaupsins, allan ársins hring.

Þann 7. Júlí verður hlaupið endurtekið á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×