Innlent

Leysa úr töfrateningi á sjö sekúndum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Um helgina fer fram Íslandsmeistaramót í töfrateningi. Metþáttaka er á mótið en um 50 keppendur berjast um titilinn. Á morgun kemur í ljós hver muni standa uppi sem sigurvegari.

Mótið hefur gengið vel að sögn skipuleggjanda en keppendurnir koma frá 11 löndum, til að mynda Bretlandi og Frakklandi. Þá voru 28 Íslendingar á mótinu í dag og hafa átta Íslandsmet verið sett.

Danival Heide Gunnarsson, einn af skipuleggjendum mótsins, segir tæknina á bakvið töfratening byggjast á æfðri aðferð. Þá líkir hann henni við þjálfun í að læra símanúmer.

Rúnar Ruti Gunnarsson, annar skipuleggjanda mótsins, hefur æft sig á kubbinn í um tvö ár. Met hans er 7,31 sekúnda og met Danivals er 18,5 sekúndur.

Hægt er að fylgjast með mótinu í Háskólanum í Reykjavík á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×