Íslenski boltinn

Ólafur: Þurfum að endurskipuleggja allan okkar leik

Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. Bára
„Þetta var jafn leikur og gat alveg dottið okkar megin en datt þeirra megin í dag, auðvitað eru það vonbrigði,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Valsmanna eftir tapið í Grindavík í kvöld.

„Við erum að spila á móti liði sem er sterkt varnarlega og vel skipulagt. Það er erfitt að brjóta þá en við áttum að gera betur sóknarlega en það gekk bara ekki,“ bætti Ólafur við en Valsmönnum gekk illa að skapa sér opin færi í leiknum sem og reyndar heimamönnum.

Íslandmeistararnir hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og sitja nú í 6.sæti með sex stig eftir fimm umferðir.

„Við erum með sex stig og það lítur ekki vel út það er hárrétt. Við þurfum að halda áfram, það er ekki um neitt annað að velja,“ sagði Ólafur.

Er komin krísa á Hlíðarenda?

„Nei nei, það er smá brekka og við stöndum það af okkur,“ bætti Ólafur við og sagði liðið einfaldlega þurfa að skoða sinn leik.

„Við þurfum að fara í gegnum okkar leik og endurskipuleggja okkur. Það er ekkert eitt helst heldur allan okkar leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×