Innlent

Hjalti Úrsus heimtir son sinn úr helju

Jakob Bjarnar skrifar
Hjalti fagnar því nú að sonur hans hafi verið útskrifaður af gjörgæslu.
Hjalti fagnar því nú að sonur hans hafi verið útskrifaður af gjörgæslu.
„Þetta eru gleðifréttir, heldur betur,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, kraftlyftingamaður með meiru. Hann fagnar því nú að sonur hans Árni er kominn úr gjörgæslu. En þar hefur hann legið í hvorki meira né minna en fjórar vikur og fimmn daga.

„Hann fékk svona heiftarlega lungnasýkingu eða bakteríusýkingu,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Hann segist ekki kunna nánari skil á því hvernig þetta er til komið eða hvort um bráðsmitandi sjúkdóm sé að ræða. Það sé nokkuð sem ræða verði við læknana.

„Þú getur fengið þessa sýkingu.

Hann var bara hársbreidd frá því að kveðja okkur. Það munaði ekki miklu.

Þeir halda ekki neinum inni á gjörgæslu í tæpar fimm vikur að gamni sínu,“ segir Hjalti sem hefur heimt son sinn úr helju.

„Lungnabólga getur verið mjög hættuleg og þetta var mjög heiftarlegt.“

Það á ekki af Árna að ganga en ekki er langt um liðið síðan hann var fangelsaður, saklaus, að mati föður hans sem barðist hart fyrir réttlæti til handa syni sínum.


Tengdar fréttir

Hjalti Úrsus kemur syni sínum til varnar með heimildarmynd

Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×