Enski boltinn

John Terry þarf ekki að spila gegn Chelsea ef Aston Villa fer upp um deild

Einar Sigurvinsson skrifar
Steve Bruce og John Terry.
Steve Bruce og John Terry. getty
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur gefið John Terry leyfi til þess að sleppa leikjum liðsins gegn Chelsea, takist liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

„Ef hann vill, munum við ekki velja hann í liðið á móti Chelsea,“ segir Steve Bruce, en John Terry er fyrrum fyrirliði Chelsea og á að baki 696 leiki fyrir félagið.

John Terry verður í eldlínunni fyrir Aston Villa þegar liðið mætir Fulham í úrslitaleik umspilsins í ensku Championship-deildinni í dag.

„Það hefur verið erfið vegferð að komast hingað,“ segir Steve Bruce um leið Aston Villa á Wembley.

„Það stefndi ekki í þetta þegar ég kom hingað fyrir 19 mánuðum. Það voru stundir sem stuðningsmennirnir vildu rífa höfuðið af mér. Hægt og rólega hefur okkur tekist að snúa genginu okkur í hag,“ segir Bruce.

Ásamt Terry leikur íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hjá Aston Villa en leikurinn um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni fer fram fram á Wembley og hefst klukkan 16:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×