Enski boltinn

Man. Utd byrjar aftur með kvennalið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Manchester United fékk í dag leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til þess að byrja með kvennalið á nýjan leik.

United hætti með kvennaliðið sitt árið 2005 og hefur verið harðlega gagnrýnt síðustu ár fyrir að tefla ekki fram kvennaliði líkt og hin stóru liðin á Englandi eru að gera.

Man. Utd mun þurfa að byrja með kvennaliðið sitt í 2. deildinni. Þjálfari liðsins verður væntanlega Casey Stone en hún spilaði 130 landsleiki fyrir England á sínum tíma.

Þetta ætti að gleða margar atvinnuknattspyrnukonur sem hefur dreymt um að spila fyrir Man. Utd. Nú opnast glugginn.

Þar sem það fjölgar ört í kvennaboltanum á Englandi er verið að gera breytingar á deildunum. Næsta vetur verða ellefu lið í efstu deild en tólf í 2. deild.

Úrvalsdeildin:

Arsenal

Birmingham City Ladies

Brighton

Bristol City Women

Chelsea Women

Everton Ladies

Liverpool Ladies

Man. City Women

Reading Women

Yeovil Town Ladies

West Ham Ladies

2. deildin:

Aston Villa Ladies

Doncaster Rovers Belles

Durham Women

London Bees

Millwall Lionesses

Sheffield FC.

Tottenham Hotspur Ladies

Charlton Athletic Women

Leicester City Women

Lewes FC Women

Man. Utd Women

Sheff. Utd Ladies




Fleiri fréttir

Sjá meira


×