Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Hvað eru þessir FH-ingar að gera í kringum Gunnar?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH gaf færi á sér í gær.
FH gaf færi á sér í gær.
Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur Pepsimarkanna, vildi ekki alveg skella skuldinni á Gunnar Nielsen, markvörð FH, út af markinu sem Fylkir skoraði í Krikanum í gær.

Gunnar missti boltann klaufalega frá sér eftir hornspyrnu en Þorvaldur segir að félagar hans hafi lítið verið að hjálpa honum.

„Það eru tveir FH-ingar fyrir Gunnari þegar hann ætlar að reyna að grípa boltann. Mér finnst þeir læsa hann inni. Svo stíga FH-ingar ekki upp í boltann. Eiga allir þessir FH-ingar að vera í kringum markvörðinn?“ spyr Þorvaldur.

„Mér finnst ekki bara hægt að kenna markverðinum um þetta mark.“

Sjá má mörkin úr leik FH og Fylkis og greininguna hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×