Enski boltinn

United í viðræðum um portúgalskan varnarmann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dalot í leik Porto og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í vetur
Dalot í leik Porto og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í vetur vísir/getty
Manchester United nálgast fyrstu kaup sumarsins en félagið hefur hafið viðræður við Porto um kaup á varnarmanninum Diogo Dalot.

Dalot er 19 ára og hefur spilað fyrir yngri landslið Portúgals. Hann þreytti frumraun sína með aðalliði Porto í október. Samningur Dalot rennur út næsta sumar en hann er með 17 milljón punda riftunarklásu í samningnum sínum. United hefur þó ekki virkjað hana enn samkvæmt heimildum BBC.

Varnarmaðurinn ungi á að veita Antonio Valencia samkeppni í stöðu hægri bakvarðar en framtíð Matteo Darmian hjá United er enn óráðin. Ítalinn er talinn vera á heimleið og þá er Hollendingurinn Daley Blind talinn ætla að róa á önnur mið.

Jose Mourinho hefur enn áhuga á því að fá miðjumannin Fred og varnarmanninn Toby Alderweireld til liðs við United áður en HM í Rússlandi hefst um miðjan júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×