Fótbolti

Brøndby bikarmeistarar í Danmörku

Einar Sigurvinsson skrifar
Hjörtur Hermannsson í leiknum í dag.
Hjörtur Hermannsson í leiknum í dag. getty
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Brøndby sem hafði betur gegn Silkeborg í úrslitum danska bikarsins í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Brøndby.

Fyrsta mark leiksins kom úr óvæntri átt þegar Davit Skhirtladze kom Silkeborg yfir á 33. mínútur. Sú forysta stóð þó ekki lengi því aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Brøndby leikinn með marki frá Benedikt Röcker.

Skömmu áður en flautað var til hálfleiks tóku Brøndby forystuna með marki frá Kamil Wilczek og fóru því með eins marks forskot inn í hálfleikinn, 2-1.

Á lokamínútum leiksins gulltryggði Wilczek síðan sigurinn fyrir Brøndby með öðru marki sínu. Lokatölur 3-1 og stóð Brøndby því uppi sigurvegari en þetta var fyrsti titill liðsins í tíu ár.

Brøndby er nú í góðu færi til þess að vinna bæði deildina og bikarinn, en liðið er með þriggja stiga forystu á toppi úrslitariðilsins í Danmörku þegar þrír leikir er eftir. Því afreki náði liðið síðast árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×