Fótbolti

HB í undanúrslit færeyska bikarsins

Einar Sigurvinsson skrifar
Heimir er að gera glæsilega hluti í Færeyjum.
Heimir er að gera glæsilega hluti í Færeyjum. vísir/eyþór
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar voru ekki í vandræðum með B71 Sandoy í 8-liða úrslit færeysku bikarkeppninnar í fótbolta. Leiknum lauk með 6-0 sigri HB en B71 leikur í næstefstu deild færeyja.

Nolsoe Jogvan og Soylu Dan skoruðu tvö mörk hvor og þeir Justinussen Adrian og Stankov Aleksandar skoruðu sitthvort markið.

Heimir Guðjónsson hefur byrjar tímabilið vel í Færeyjum en liðið situr sem stendur á toppi úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir.

Sigur liðsins í dag var sá sjöundi í röðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×