Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, vísar á bug gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi sem sýnd var á RÚV í gærkvöldi. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Fjallað verður um þetta og rætt við Víking í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar fjöllum við líka um mál Ingvars Arnar Karlssonar, sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimli sitt í gærkvöldi, en hann skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.

Þá höldum við áfram ferð okkar um landið í aðdraganda kosninganna. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×