Íslenski boltinn

Óli Kristjáns með beitta stungu á þjálfara Fjölnis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson kann að svara fyrir sig.
Ólafur Kristjánsson kann að svara fyrir sig.
Það vakti athygli að Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, skildi bauna á sitt gamla félag, FH, eftir leik liðanna um síðustu helgi.

„Mér finnst svolítið sérstakt að sjá FH liðið spila fótbolta eins og þeir gerðu í dag, það var eiginlega bara ein leið og það var langt,“ sagði Ólafur Páll eftir leikinn.

Nafni hans Kristjánsson, þjálfari FH, vildi ekki svara þessum skotum þjálfara Fjölnis eftir leik en hann tjáði sig á Twitter í dag.

Þá var Ólafur Kristjánsson búinn að rýna í tölfræðiskýrslu leiksins og segist hafa byrjað á því að kíkja á sendingar. Hann segist hafa tippað á „bara með langar“ og er þar að vísa í orð nafna síns. 





Í skýrslunni kemur fram að FH hafi aðeins beitt 38 löngum sendingum en Fjölnismenn aftur á móti gert það 61 sinni.

Þessi tölfræði kemur ekki vel út fyrir Ólaf Pál Snorrason í ljósi hans ummæla og prófessorinn úr Hafnarfirði nær væntanlega að hafa lokaorðið með þessari beittu stungu.


Tengdar fréttir

Pepsimörkin: Fjölnir færði FH gjafir

Leikur Fjölnis og FH í Egilshöllinni var skrautlegur og stórskemmtilegur. Reynir Leósson skoðaði í Pepsimörkunum hvernig FH fór að því að vinna leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×