Fótbolti

HM dómari dæmdur í bann vegna hagræðingar úrslita

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Al Midrasi lyftir rauða spjaldinu í Álfukeppninni í fyrra sumar. Hann hefur sjálfur fengið hið ævinlega rauða spjald
Al Midrasi lyftir rauða spjaldinu í Álfukeppninni í fyrra sumar. Hann hefur sjálfur fengið hið ævinlega rauða spjald vísir/getty
Dómari sem átti að dæma á HM í Rússlandi hefur verið dæmdur í lífstíðarbann vegna þess að upp komst um tilraunir hans til hagræðingar úrslita.

Í dag eru 29 dagar í að HM í Rússlandi hefjist. Dómarinn Fahad Al Mirdasi átti að vera meðal þeirra 36 dómara sem dæma leiki keppninnar en hann hefur verið settur í lífstíðarbann af sádi-arabíska knattspyrnusambandinu SAFF.

SAFF sagði Al Mirdasi hafa samþykkt að hagræða bikarúrslitaleik Sádi-Arabíu þar sem Al Ittihad og Al Faisaly mætast. Dómarinn hafði samband við starfsmann Al Ittihad sem kom upplýsingunum áfram til knattspyrnusabandsins.

Hann játaði sök og var færður í varðhald lögreglu vegna málsins.

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur óskað eftir meiri upplýsingum vegna málsins en gera má ráð fyrir því að FIFA taki bann SAFF í gildi og banni Al Mirdasi að dæma á HM.

Al Mirdasi hefur verið FIFA dómari frá því 2011




Fleiri fréttir

Sjá meira


×