Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn leiðir í Kópavogi og Hafnarfirði

Heimir Már Pétursson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur bæði í Kópavogi og Hafnarfirði samkvæmt könnunum Fréttablaðsins sem birtar voru í gær og í dag. Líklegt er að meirihlutinn í Kópavogi héldi en Björt framtíð sem myndar nú meirihluta með Sjálfstæðisflokknum býður fram með Viðreisn í þetta skipti.

Theódóra Þorsteinsdóttir oddviti á lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi segir í Fréttablaðinu í dag að henni þætti réttlætanlegt að flokkurinn ræddi við Sjálfstæðismenn að loknum kosningum eftir rúma viku. Ellefu fulltrúar sitja í bæjarstjórn Kópavogs og fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Samfylkingin tvo og Framsókn, Píratar, Björt framtíð-Viðreisn og Vinstri græn fengju einn fulltrúa hver flokkur um sig. Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Fyrir Kópavog næðu ekki inn fulltrúum.

Grafík/Stöð 2

Í könnun Fréttablaðsins sem blaðið birti fyrir fylgi flokka í Hafnarfirði í gær er Sjálfstæðisflokkurinn einnig stærstur. Þar er þó mjótt á munum á milli þess hvort Sjálfstæðisflokkurinn missi fimmta mann sinn eða Samfylkingin sinn þriðja mann miðað við stöðuna eins og hún er í dag.

Grafík/Stöð 2

Samkvæmt könnuninni fengju Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir, Píratar og Vinstri græn einn mann kjörinn hver listi, en eins og í Kópavogi sitja ellefu manns í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sex flokkar munu samkvæmt þessu ná kjöri í Hafnarfirði en í dag eiga fjórir flokkar fulltrúa í bæjarstjórn. En Viðreisn og Bæjarlistinn myndu ekki ná inn manni samkvæmt þessari könnun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.