Lífið

Jóhann Berg og Hólmfríður trúlofuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann og Hófý eiga saman eina stúlku.
Jóhann og Hófý eiga saman eina stúlku. vísir/getty

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og Hólmfríður Björnsdóttir hafa sett upp trúlofunarhringana en Hólmfríður greindir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Jóhann Berg leikur sem atvinnumaður í knattspyrnu með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og búa þau saman í Bretlandi. Jóhann er einn af lykilleikmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt á HM í Rússlandi í sumar.

Hann gerði á dögunum nýjan samning við Burnley og verður í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Saman eiga þau eina stelpu.

Fram kemur á Facebook að parið hafi trúlofað sig 15. maí síðastliðinn.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.