Tónlist

Gjörningaklúbburinn leikstýrir nýju myndbandi með Teiti Magnússyni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið inniheldur ýmsar vísanir í verk Gjörningaklúbbsins auk þess að skarta nánustu fjölskyldu Teits.
Myndbandið inniheldur ýmsar vísanir í verk Gjörningaklúbbsins auk þess að skarta nánustu fjölskyldu Teits.
Í dag kom út lagið Hverra manna? eftir Teit Magnússon af væntanlegri plötu hans, Orna. Nú þegar hafa komið út smáskífurnar Hringaná og Lífsspeki.

Myndbandið við Hverra manna? er framleitt, leikstýrt og klippt af Gjörningaklúbbnum en skotið af Sigurði Unnari Birgissyni.

Gjörningaklúbburinn hefur starfað að listsköpun síðan 1996, sýnt um allar trissur og komið víða við. Meðal annars hannað búninga fyrir Björk á Volta plötunni og nú síðast framleiddu þær myndband fyrir gus gus flokkinn.

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×