Enski boltinn

Markvörðurinn sem er búinn að fá á sig 54 mörk hafði betur gegn Gylfa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi verður vonandi orðinn heill heilsu fyrir HM.
Gylfi verður vonandi orðinn heill heilsu fyrir HM. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, varð í öðru sæti í kjöri á leikmanni ársins hjá félaginu en lokahófið var haldið í gærkvöldi.

Jordan Pickford, markvörður liðsins, var efstur í kjöri leikmanna en markvörðurinn var einnig kosinn bestur af stuðningsmönnum og þá var hann sömuleiðis útnefndur besti ungi leikmaður liðsins.

Valið stóð á milli markvarðarins, sem er búinn að fá á sig 54 mörk í 36 leikjum á tímabilinu, og Gylfa en mikil spenna var á lokahófinu áður en valið var tilkynnt. Það var svo markvörðurinn sem stóð uppi með viðurkenninguna en Gylfi þurfti að láta sér annað sætið að góðu verða.

Gylfi Þór er búinn að spila 27 leiki fyrir Everton á leiktíðinni og skora í þeim fjögur mörk og leggja upp önnur þrjú. Hann meiddist fyrir nokkrum vikum og er óvíst að snúi aftur út á völlinn fyrir Everton.

Íslenska þjóðin vonast bara til þess að hann verði klár fyrir 16. júní þegar að strákarnir okkar mæta Argentínu í Moskvu í fyrsta leik HM 2018 í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×