Fótbolti

Marseille i úrslit eftir framlengingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marseille-menn fagna.
Marseille-menn fagna. vísir/afp
Mark fjórum mínútum fyrir lok framlengingarinnar tryggði Marseille sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið tapaði 2-1 fyrir Salzburg en samtals 3-2 sigur Marseille.

Marseille vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu og Salzburg var með bakið upp við vegg. Ótrúleg saga Salzburg í Evrópudeildinni líklega á enda eða hvað?

Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Amadou Haidara Salzburg yfir og tólf mínútum síðar skoraði Bouna Sarr sjálfsmark. Allt jafnt, 2-2 og framlenging staðreynd.

Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni skoraði Rolando, varamaðurinn sem hafði komin inná níu mínútum áður, markið sem fleytti Marseille áfram.

Amadou Haidara lét svo skapið hlaupa með sig í gönur undir lok leiks og fékk sitt annað gula spjald en það breytti engu því Salzburg þurfti tvö mörk til þess að koma sér áfram. Lokatölur 2-1 sigur Salzburg en samtals 3-2 sigur Marseille.

Marseille mætir því Atletico Madrid í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sextánda maí en spilað verður í Frakklandi, nánar tiltekið í Lyon, svo Marseille þarf ekki að ferðast langt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×