Stoke fallið eftir sigur Crystal Palace

Dagur Lárusson skrifar
Stoke kveður ensku úrvalsdeildina eftir margra ára veru.
Stoke kveður ensku úrvalsdeildina eftir margra ára veru. vísir/getty
Patrick Van Aanholt tryggði Crystal Palace sigur á Stoke á lokamínútunum og gerði það að verkum að Stoke er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

 

Liðsmenn Stoke byrjuðu leikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega sigur í dag þar sem tap þýddi að liðið myndi falla.

 

Stoke náði þó ekki að skapa sér mikið af færum og leyfðu Crystal Palace að komast inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn.

 

Það dró hinsvegar ekki til tíðinda fyrr en á 43. mínútu en þá fékk Stoke aukaspyrnu við vítateig Crystal Palace. Xherdan Shaqiri tók spyrnuna og þrumaðu boltanum í hægra hornið og var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Crystal Palace var með öll völdin á vellinum í síðari hálfleiknum þar sem liðsmenn Stoke virtust þreytast með hverri mínútunni. Jöfnunarmark Palace kom síðan á 68. mínútu eftir flotta skyndisókn og var það James McArhtur sem skoraði markið.

 

Eftir þetta mark jukust sóknir Palace ennþá meira og virtist það óumflýjanlegt að Palace myndi skora annað mark. Það kom síðan á 86. mínútu eftir hræðileg mistök Ryan Shawcross í vörn Stoke en hann sendi boltann óvart á Patrick Van Aanholt sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði framhjá Butland í marki Stoke.

 

Eftir leikinn er Crystal Palace búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili a meðan Stoke fer niður í Championship deildina.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira