WBA enn á lífi eftir sigur

Dagur Lárusson skrifar
Jake Livermore skoraði sigurmarkið.
Jake Livermore skoraði sigurmarkið. vísir/getty
West Bromwich Albion hélt von í sinni baráttu um áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Tottenham Hotspur.

 

Það er öruggt að segja að Tottenham hafi verið sterkari aðilinn í þessum leik án þess að ná að skora og var augljóst frá fyrstu mínútu að WBA ætlaði að nýta sér föst leikatriði.

 

Harry Kane fékk eina almennilega færi Tottenham í fyrri hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn fyrir frá Kieran Trippier, skaut að marki en skaut beint í andlit Ben Forster.

 

Rétt áður en flautað var til hálfleiksins náði WBA að skapa hættulegt færi eftir fast leikatriði en þá fékk Jay Rodriguez boltann inná teig Totttenham, vippaði boltanum yfir Hugo Lloris en Toby Alderweireld var réttur maður á réttum stað og bjargaði.

 

Tottenham var nánast eingöngu með boltann í seinni hálfleiknum og var WBA lítið að hætta sér fram á við til að byrja með. Þegar leið á leikinn fór WBA þó að taka fleiri áhættur og borgaði það sig á 90. mínútu þegar Jake Livermore skoraði sigurmark leiksins.

 

Eftir leikinn er Tottenham með 71 stig í fjórða sæti deildarinnar en WBA er í næst neðsta sæti með 31 stig.

 

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira