Brighton tryggði sætið með sigri á Man. Utd

Leikmenn Brighton fagna í leikslok.
Leikmenn Brighton fagna í leikslok. Vísir/afp
Brighton mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en þetta var ljóst eftir að þeir unnu 1-0 sigur á Manchester United á heimavelli í kvöld.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en Brighton var sterkari aðilinn og átti Glenn Murray meðal annars þrumuskot sem David De Gea varði vel.

Í síðari háfleik hélt Brighton uppteknum hætti á meðan leikmenn United virkuðu áhugalausir og voru einfaldlega arfaslakir.

Eina mark leiksins kom á 57. mínútu er Pascal Gross skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf. Chris Smalling reyndi að hreinsa boltann burt af marklínunni en Craig Pawson fékk grænt ljós í úrið sitt og því dæmt mark.

Lokatölur 1-0 sigur Brighton en sigurinn staðfesti það að Brighton verður í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið er nú í ellefta sætinu með 40 stig. Frábær árangur hjá nýliðunum.

United er í öðru sætinu með fimm stiga forskot á Liverpool þegar tveir leikir eru eftir. Athyglisverð staðreynd að á þessu tímabili hefur United tapað gegn öllum nýliðunum í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira